Um litlu búðina okkar
Í nokkur ár hefur það verið draumur okkar vinkvenna að opna vefverslun, fallega vefverslun með gæða vöru. Í vor þegar Covid var sem hæst ákváðum við að láta verða að því og settum okkur í samband við heildsölur úti í heimi, stofnuðum kennitölum, sóttum um allt sem þurfti fyrir opnun verslunar, fundum nafn og loksins er síðan okkar orðin að veruleika.
Verslunin okkar heitir Sakura-Home, Sakura er blómið á kirsuberjatré og merkir nýtt upphaf <3
Þegar við opnuðum búðina okkar vorum við með lífræn bandarísk barnaföt og leikföng frá Finn & Emma, lífrænar bandarískar sápur frá Mooseberry og lífrænar danskar tuskur og dúka frá Solwang design. Fljótlega fórum við að taka inn húsgög og gjafavöru frá Evrópu sem hefur notið mikilla vinsælda.
Draumurinn er svo að stækka litlu verslunina okkar og hlökkum við til að deila með ykkur framhaldinu hjá Sakura-Home fjölskyldunni <3
Draumurinn er svo að stækka litlu verslunina okkar og hlökkum við til að deila með ykkur framhaldinu hjá Sakura-Home fjölskyldunni <3
Hlýjar kveðjur
Jóna Gulla og Margrét