Um okkur

Við vinkonurnar Jóna Gulla og Margrét höfðum átt okkur draum í dágóðan tíma um að opna vefverslun. Í Covid-19 faraldri ákváðum við að láta drauminn okkar verða að veruleika.

Við vinkonurnar kynntumst í leikskóla þar sem við unnum saman í mörg ár.
Jóna Gulla er listgreinakennari, gift, þriggja barna og tveggja hunda móðir og fagurkeri mikill. Margrét er leikskólakennari, gift, tveggja barna móðir, tölvusnilli og fagurkeri. Okkur langaði að fara saman í eigin rekstur þar sem við gætum fléttað saman áhugamálum okkar, fallegum hlutum, fallegu umhverfi og vinnu.
Við hófumst handa með okkar eigið sparifé og létum vaða.

Við völdum nafnið Sakura-Home en Sakura er blómið á kirsuberjatré og merkir nýtt upphaf <3