Skilmálar

Upplýsingar um seljanda
Seljandi er Sakura-Home sf. kt: 630720-1680. VSK: 138404. Suðursölum 3, 201 Kópavogi.

Verð á vöru, afhending og sendingakostnaður
Öll verð í vefverslun eru gefin upp með 24% virðisaukaskatt, sendingakostnaður bætist við í lokin fyrir greiðslu. Sakura-Home áskilur sér rétt til að breyta verði án fyrirvara, einnig að hætta við pantanir ef að vöruverð er rangt skráð í vefverslun.

Allar pantanir eru afgreiddar 2-3 virkum dögum eftir að pöntun hefur borist. 

Ef valið er að sækja, vinsamlegast sækið ekki fyrr en komið hefur skilaboð um að pöntunin sé tilbúin. 

Allar pantanir eru sendar með Íslandspósti og sendingakostnaður miðast  við gjaldskrá póstsins.

Greiðslur
Vörurnar í vefverslun er hægt að greiða með eftirfarandi hætti: 

Með Visa eða Mastercard greiðslukortum í gegnum örugga greiðslusíðu Pei. Hægt er að borga bæði með debet- og greiðslukortum.

Hægt er að millifæra á reikningsnr: 537-26-5426 og kt: 630720-1680, það þarf að vera búið að millifæra innan 24 klukkustunda. Við óskum eftir að tilkynning um greiðslu sé send á netfangið: sakura-home@sakura-home.is

Skilaréttur
14 daga skilaréttur er á vörunum sem keypt er af vefsíðunni með framvísun sölureiknings, þetta gildir ekki á útsöluvörum. Vörunni fæst eingöngu skilað ef hún er ónotuð, með miðanum á og/eða í upprunalegum umbúðum. 
Varan er endurgreidd miðað við það verð sem er á sölureikning, ef vörunni er skilað eftir 14 daga fæst henni skilað fyrir aðra vöru eða inneignarnótu. 

Athugið að sendingakostnaður fæst ekki endurgreiddur

Gölluð vara
Sé vara gölluð fær viðskiptavinur nýja vöru í staðin, endilega hafið samband við okkur á: sakura-home@sakura-home.is, allur sendingakostnaður er greiddur af Sakura - Home

Trúnaður

Fullum trúnaði er heitið við meðferð persónuupplýsinga sem kaupandi gefur upp í tenglsum við viðskiptin. Ekki undir neinum kringumstæðum verða upplýsingar gefnar þriðja aðila

Persónuvernd
Við hjá Sakura home leggjum áherslu á að farið sé með allar persónuupplýsingar í samræmi við lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, nr. 90/2018. Vinnsla persónuupplýsinga er takmörkuð að því marki að við getum veitt þá þjónustu sem viðskiptavinir óska eftir.